Greinar og viðtöl

Kulnun í starfi - Ábyrgð atvinnurekenda, eigenda og stjórnenda

Grein eftir Dr. Ólaf Þór Ævarsson
Kulnun, streita og margskonar streitutengd heilsufarsvandamál fara vaxandi í samfélaginu og valda ekki aðeins vanlíðan og heilsubresti heldur einnig auknum kostnaði hjá fyrirtækjum, stofnunum og sjúkrasjóðum. Samkvæmt tölulegum upplýsingum sem liggja fyrir hérlendis og rannsóknum erlendis virðist aukningin vera mikil og víðtæk. Einföld skýring liggur ekki fyrir en fræðimenn velta vöngum yfir þessari aukningu. Líklegast er talið að þetta sé vegna breytinga á þjóðfélagsmynd og almennt auknum kröfum í samfélaginu.

Lesa meira

Ekki láta streituna ráða för

Haustið er handan við hornið, flestir vinnustaðir eru að endurheimta starfsfólkið eftir sumarfrí og skólar, leikskólar og frístundastarf eru að hefjast af fullum krafti. Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. Þegar álag verður of mikið, sérstaklega ef við upplifum að við erum farin að „ströggla“, getur það haft neikvæð áhrif á heilsu okkar, andlega sem og líkamlega. Við förum að finna fyrir streitu.

Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur, sálfræðing og fagstjóra hugarhreystis og geðræktar hjá Heilsuborg.

Lesa meira

Er sjálfsmyndin í hættu?

Sjálfsmynd eða sjálfsmat er hugtak sem vísar til þess hvernig við hugsum um okkur sjálf, hvaða kjarnaviðhorf eða hugmyndir við höfum um okkur og hversu mikils virði við teljum okkur vera. Matið getur verið jákvætt, t.d. „ég er góð manneskja“ eða
„ég er mikils virði“ - en það getur einnig verið neikvætt, t.d. „ég er ekki nógu dugleg(ur)“ eða „ég er lítils virði“. Eitt af því sem getur haft áhrif á sjálfsmyndina er langvarandi streituálag. Birtingarmyndir slíks álags geta verið margvíslegar og einkennin bæði líkamleg og andleg, hugsanir og hegðun sem hafa hafa hamlandi áhrif á lífsgæði okkar.
Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur, sálfræðing og fagstjóra hugarhreystis og geðræktar hjá Heilsuborg, og Önnu Sigurðardóttur, sálfræðing hjá Heilsuborg.

Lesa meira

Skellur á Þorláksmessu

Anna María Þorvaldsdóttir var í fullri vinnu sem mannauðsstjóri í 250 manna fyrirtæki, formaður í stórum samtökum, með skiptinema á heimilinu og að sjá um heilsuveilan föður, fyrir utan að halda heimili með eiginmanni sínum og þremur börnum þegar álagið varð hreinlega of mikið og hún brotnaði niður á Þorláksmessu árið 2016. Bataferlið sem tók við var langt og erfitt.

Anna María deilir sögu sinni af kulnun hér á vef VR í von um að hún geti orðið öðrum í svipuðum sporum víti til varnaðar.

Lesa viðtal

Brotnaði niður á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Ingibjörg Reynisdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sumarið 2017 þegar hún brotnaði niður og gat ekki meira. Hún kom að opnun norsku verslunarinnar Airport Fashion í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2015, vann út í eitt, sinnti veikri móður sinni fyrir utan að eiga fjögur börn og halda heimili. Ingibjörg segir sögu sína af kulnun hér á vef VR og vill með sögu sinni minna fólk á að gefa sér tíma fyrir sjálft sig og huga að heilsunni.

Lesa viðtal

Streita er heilsuvá

Dr. Ólafur Þór Ævarsson er frumkvöðull í forvörnum og geðheilsueflingu. Hann hefur lengi veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum og verið í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um sálfélagslega vinnuvernd, streitu og kulnun í starfi. Hann er sérfræðingur í geðlækningum og hefur starfað að lækningum og kennslu við háskólageðdeildir erlendis og hérlendis. Ólafur Þór er stofnandi Forvarna ehf., sem er eitt fyrsta ráðgjafafyrirtækið til að hljóta viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að veita þjónustu á sviði sálfélagslegrar vinnuverndar. Forvarnir reka Lækninga- og fræðslusetur ásamt Streitumóttökunni, Streituskólanum og stress.is

Lesa viðtal

Nokkur streituráð 

Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. 

Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur og Snædísi Evu Sigurðardóttur, sálfræðinga hjá Heilsuborg.

Lesa meira

Er streita að hrjá þig?

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Forvörnum ehf. Forvarnir leggja áherslu á að fyrirbyggja streitu og stuðla að góðri geðheilsu, hvort sem fólk leitar til þeirra í einstaklingsmiðaða þjónustu eða fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta andlega og félagslega líðan starfsmanna á vinnustaðnum.

Ragnheiður Guðfinna ræddi við okkur um streitu og hvað sé til ráða þegar streitan hefur náð yfirhöndinni.

 Lesa viðtal

 

Góður svefn - grunnstoð heilsu

Góður nætursvefn er mikilvæg grunnstoð heilsu og meðalmaðurinn ver um þriðjungi ævinnar í það að sofa. Þó svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í líkama og sál. Segja má að líkaminn sé að endurnæra sig og byggja sig upp þegar við sofum og skortur á svefni getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan.

Grein eftir Erlu Björnsdóttur, sálfræðing.

Lesa meira

Skipuleggur þú líf þitt á nóttunni?

Flestir þekkja það af eigin raun að eiga einhvern tímann erfitt með svefn. Við höfum öll upplifað að liggja andvaka þar sem hugurinn er á fleygiferð, hugmyndir spretta upp hver af annarri – liggjandi í rúminu erum við að skipuleggja næsta dag eða höfum áhyggjur af hinu og þessu. Margir þekkja það líka að vakna oft upp af nætursvefni eða vakna fyrir allar aldir og geta ekki sofnað aftur.

Grein eftir Erlu Gerði Sveinsdóttur, lækni hjá Heilsuborg og Sigrúnu Ásu Þórðardóttur, sálfræðingi hjá Heilsuborg.

 Lesa meira