Skipulag og stjórn VR

Í lögum félagsins er kveðið á um skipan stjórnar og stjórnarkjör. Formaður skal kosinn annað hvert ár. Árlega skulu sjö stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og þrír varamenn til eins árs í einstaklingsbundinni kosningu.

Sjá nánar um stjórn VR

Deildir VR

Þrjár deildir eru starfandi innan VR, á Austurlandi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

Trúnaðarráð VR

Hlutverk trúnaðarráðs er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni félagsins.

Trúnaðarmenn VR

Trúnaðarmaðurinn er tengiliður starfsfólks á vinnustað bæði við VR og atvinnurekandann.