Starfsmenntastyrkur

Félagsmenn VR geta sótt um styrki vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostnaðar vegna starfstengds náms/námskeiða og ráðstefna. Nánari skýringar fyrir hvern og einn flokk eru að finna hér að neðan.

Á Mínum síðum geta félagsmenn VR skoðað stöðuna og sent inn rafræna umsókn. Mínar síður má finna hér í efra hægra horni síðunnar.

Upplýsingar um rétt til starfsmenntastyrkja til þeirra félagsmanna sem hlotið hafa örorkumat má finna hér.

Starfstengt nám og námskeið

Undir starfstengda styrki falla til dæmis starfstengd námskeið, almennt nám til eininga, ráðstefnur sem tengjast starfi umsækjanda og fleira.

Tómstundanámskeið

Undir tómstundastyrki falla námskeið sem hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda. Aðeins er hægt að sækja um styrk vegna námskeiða sem haldin eru innanlands.

Ferðastyrkir

Þegar félagsmaður þarf að ferðast meira en 50 km til þess að komast frá heimili til fræðslustofnunar getur hann sótt um ferðastyrk.