Sjúkradagpeningar

Sjúkrasjóður VR greiðir sjúkradagpeninga eftir að launatekjur falla niður, ef félagsmaður VR verður óvinnufær sökum veikinda eða slysa (undanskilin eru slys vegna vélknúinna ökutækja).

Dagpeningarnir eru greiddir frá þeim tíma þegar samningsbundinni eða lögboðinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur. Greitt er að hámarki 210 daga (eða 7 mánuði).

Hafi félagsmaður til dæmis unnið í eitt ár hjá sama atvinnurekanda á hann tveggja mánaða veikindarétt. Þegar félagsmaður hefur fullnýtt veikindarétt sinn en veikindin vara lengur, getur félagsmaðurinn snúið sér til VR og sótt um greiðslur úr Sjúkrasjóði.

Upphæð sjúkra- og slysadagpeninga

  • Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum, enda komi ekki greiðsla vegna tímabundinnar örorku samkvæmt ábyrgðartryggingu, fyrir sama tímabil.
  • Greiðslur sjúkradagpeninga skulu miðast við meðallaun bótaþega, miðað við greiðslur til félags- og Sjúkrasjóðs VR, síðustu 6 mánaða áður en launagreiðslur féllu niður. Ef verulegar breytingar hafa orðið á launum viðkomandi síðustu 6 mánuði, er heimilt að meta tekjurnar sérstaklega og þá yfir lengra tímabil. Meðallaun þeirra sem greitt hafa skemur en 6 mánuði til Sjúkrasjóðs VR reiknast á eftirfarandi hátt:
  • Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og slysadagpeninga úr Sjúkrasjóði annars verkalýðsfélags innan ASÍ, öðlast rétt í Sjúkrasjóði VR eftir að greitt hefur verið í félags- og Sjúkrasjóð VR í einn mánuð, enda hafi hann fram að því haft rétt hjá fyrri sjóðnum. Til að finna meðallaun viðkomandi skal miða við fjölda mánaða sem greitt hefur verið í Sjúkrasjóð VR.
  • Meðallaun þeirra sem ekki hafa átt rétt hjá Sjúkrasjóði annars stéttarfélags og ekki hafa greitt sem svarar lágmarksgjaldi til félags- og Sjúkrasjóðs VR, skal finna með því að deila í laun á viðmiðunartímabili með 6 mánuðum, þó svo að greitt hafi verið skemur en 6 mánuði.
  • Almennt skal það vera skilyrði styrkja og sjúkradagpeningagreiðslna að umsækjandi komi fyrst til viðtals hjá ráðgjafa sjóðsins og að gögn hans séu skoðuð af trúnaðarlækni sjóðsins til þess að leggja mat á möguleg endurhæfingarúrræði (sjá starfsreglur Sjúkrasjóðs VR).

Gögn sem þurfa að berast VR eru skrifleg umsókn ásamt sjúkradagpeningavottorði læknis. Einnig þarf að skila inn staðfestingu vinnuveitanda og beiðni um nýtingu persónuafsláttar. Réttur til sjúkradagpeninga fyrnist á 24 mánuðum.

Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka

Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka eru greiddir allt að 90 daga (80% af launum). Hægt er að sækja um dagpeninga með því að fylla út umsókn um sjúkradagpeninga.

Gögn sem þurfa að berast VR eru skrifleg umsókn ásamt sjúkradagpeningavottorði læknis. Einnig þarf að skila inn staðfestingu atvinnurekanda og beiðni um nýtingu persónuafsláttar. Réttur til sjúkradagpeninga fyrnist á 24 mánuðum.

Áfengis- eða vímuefnameðferð

Sjúkrasjóður VR greiðir sjúkradagpeninga í allt að 120 daga vegna sjúkdóms, sem stafar af ofneyslu áfengis eða vímuefna.

Gögn sem þurfa að berast VR eru skrifleg umsókn ásamt sjúkradagpeningavottorði læknis. Einnig þarf að skila inn staðfestingu vinnuveitanda og beiðni um nýtingu persónuafsláttar. Réttur til sjúkradagpeninga fyrnist á 24 mánuðum.

Dæmi um sjúkra- og slysadagpeninga

Tekjur fyrir veikindi eða slys
   80.000
   120.000
   160.000
   200.000

Dagpeningagreiðslur úr Sjúkrasjóði
   64.000
   96.000
   128.000
   160.000

Hvernig sæki ég um?

Hægt er að senda umsóknir ásamt viðhengi á netfangið sjukrasjodur@vr.is eða senda til VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Merkt: b.t. Sjúkrasjóðs.

Sækja þarf um sjúkradagpeninga fyrir
21. hvers mánaðar til að greiðsla geti borist 1. dag mánaðarins þar á eftir. 

Félagsmenn vinsamlega athugið: Vegna hátíðanna þarf að skila umsóknum um styrk úr Sjúkrasjóði, VR varasjóði og starfsmenntasjóðum í síðasta lagi mánudaginn 14. desember, svo greiðsla geti borist fyrir áramót.

Athugið!

Félagsmenn kunna einnig að eiga rétt á dagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands.

Sjúkrasjóður VR

Starfandi VR félagar sem eiga við veikindi að stríða eiga rétt á greiðslum frá vinnuveitanda í tiltekinn tíma samkvæmt kjarasamningi. Ef um langvarandi veikindi er að ræða geta þeir sótt um dagpeninga úr Sjúkrasjóði VR eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur.