Sjúkrasjóður VR

Vinnuveitendur greiða 1% af launum starfsmanna í sjúkrasjóð. Þessir fjármunir mynda Sjúkrasjóð VR en hlutverk hans er að veita félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa og dánartilvikum. Sjóðurinn vinnur einnig að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar félagsmanna.

Starfandi VR félagar sem eiga við veikindi að stríða eiga rétt á greiðslum frá atvinnurekanda í tiltekinn tíma samkvæmt kjarasamningi. Ef veikindi vara lengur en sem nemur veikindarétti, geta þeir sótt um dagpeninga úr Sjúkrasjóði VR eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur.

Í Sjúkrasjóð VR geta félagsmenn sótt um sjúkradagpeninga, slysabætur, dánarbætur og aðra styrki.
- Veistu hvað Sjúkrasjóður VR gerir fyrir þig?

Sjúkradagpeningar

Sjúkrasjóður VR greiðir sjúkradagpeninga eftir að launatekjur falla niður ef félagsmaður VR verður óvinnufær sökum veikinda eða slysa (nema slysa vegna vélknúinna ökutækja).

Slysa- og dánarbætur

Sjúkrasjóður VR greiðir bætur vegna slysa í frítíma.
Dánarbætur er greiddar við dauðsfall fullgildra félagsmanna.

Styrkir

Sjúkrasjóður VR greiðir styrki vegna örlitameðferðar, glasafrjóvgunar og ferðakostnaðar. Aðrir styrkir eru greiddir úr VR varasjóði.