Hækkun heildarlauna

Breyting í prósentum, hækkun eða lækkun, á launum á milli valdra mánaða.

Vísitala neysluverðs

Þessi vísitala mælir þróun á verðlagi. Hún byggir á mánaðarlegum könnunum Hagstofu Íslands á verði vöru og þjónustu sem dæmigerð fjölskylda kaupir og eru hlutfallslegar breytingar notaðar sem mælikvarði á verðbólgu. Hagstofan kannar á nokkurra ára fresti hvaða vörur og hvaða þjónustu hin dæmigerða fjölskylda kaupir þannig að samsetningin breytist í takt við breytingar á neyslu fjölskyldnanna í landinu.

Kaupmáttur launa

Kaupmáttur launa í tilteknum mánuði er fundinn með því að deila vísitölu neysluverðs í laun. Breyting á kaupmætti milli tveggja mánaða er því mismunurinn á vísitölunni í þessum tveimur mánuðum. Breytingin segir okkur hvort við getum keypt meira eða minna af vörum fyrir launin okkar í lok samanburðartímabilsins en í upphafi þess. Ef kaupmáttarbreytingin er meiri en 0% eru launin að hækka umfram vöruverð. Ef kaupmáttarbreytingin er minni en 0% eru launin að rýrna í samanburði við vöruverð.

Launavísitala VR

Launavísitala VR mælir breytingu á meðalmánaðarlaunum þeirra félagsmanna VR sem hafa mánaðarleg laun sem eru hærri en lágmarkstaxti samkvæmt kjarasamningi VR og SA og lægri en fjórföld meðallaun allra félagsmanna VR sem greiða félagsgjald í viðkomandi mánuði. Þessi hópur er um 70% þeirra sem greiða félagsgjald til VR í þeim mánuði.

Launavísitala Hagstofunnar

Þessi vísitala sýnir breytingar á launum á almennum og opinberum vinnumarkaði á milli mánaða. Þetta er algengasta leiðin til að skoða hvernig laun þróast almennt á vinnumarkaði. Launavísitalan er byggð á upplýsingum um launagreiðslur fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga. Upplýsingar um launagreiðslur á almennum vinnumarkaði og launagreiðslur sveitarfélaga eru fengnar úr könnun Hagstofunnar en fyrir ríkið er upplýsingum safnað um laun 600 starfsmanna ríkisins. Vísitalan er birt mánaðarlega.

Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Hér má sjá hvaða launahækkanir, ef einhverjar, var samið um í kjarasamningum VR og SA á tímabilinu.

 

Fara aftur á launaþróun