Kaupmáttarreiknivél

Kaupmáttur ráðstöfunartekna segir til um hversu mikið er hægt að kaupa fyrir launin á hverjum tíma. Hagstofa Íslands gefur reglulega út upplýsingar um kaupmáttarþróun yfir tiltekið tímabil sem sýnir hvernig kaupmátturinn hefur aukist eða minnkað á tímabilinu. En kaupmáttur er misjafn eftir einstaklingum og heimilum og þegar kaupmáttur breytist skilar það sér með ólíkum hætti til launafólks.

Kaupmáttarreiknivél VR sýnir hvernig kaupmáttur heimila hefur breyst (aukist eða minnkað) yfir valið tímabil, að teknu tilliti til fjölskyldugerðar og húsnæðis fjölskyldunnar.

Kaupmáttarreiknivél VR

Kaupmáttarreiknivél VR sýnir þróun kaupmáttar heimila yfir tiltekið tímabil. Hægt er að velja um fjölskyldugerð og er leitast við að hafa valmöguleikana þar eins ítarlega og hægt er. Ekki er hægt að gera breytingar á fjölskyldugerð. Neyslumynstur fjölskyldna byggir á reiknivél velferðarráðuneytisins fyrir neysluviðmið fjölskyldna.

Niðurstöður í kaupmáttarreiknivélinni sýna þróun kaupmáttar heimilis miðað við þær forsendur sem gefnar voru upp. Reiknivélin tekur ekki tillit til annarra þátta.

  • Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eign húsnæði getur falið í sér, auk húsnæðisláns, fasteignagjöld, vatns- og fráveitugjöld, hússjóð, hita og rafmagn, en að frádregnum vaxtabótum.
  • Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja getur falið í sér, auk leigu, hita, rafmagn og hússjóð. Kaupmáttarreiknivélin tekur tillit til húsnæðisbóta.

Niðurstöðurnar eru þannig vísbending um breytingar á kaupmætti heimilisins í samanburði við breytingar á kaupmætti að meðaltali á Íslandi.

Vinsamlegast fyllið út alla reiti