Launarannsókn VR

Launarannsókn VR sýnir meðallaun í tilteknum störfum, bæði innan ákveðinna atvinnugreina og án tillits til atvinnugreina. 

Launarannsókn VR er gerð á Mínum síðum á vefnum undir heitinu Mín laun. Þær tölur sem hér eru birtar byggja á launum tæplega 11 þúsund félagsmanna sem skráð hafa starfsheiti sitt og vinnutíma á Mínum síðum. Allir félagsmenn VR sem vinna 22 stundir eða meira í viku geta tekið þátt í launarannsókn VR með því að skrá þessar upplýsingar.  

Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum. Inni í birtum launatölum eru ekki ökutækjastyrkir, dagpeningar eða aðrar slíkar greiðslur. Grunnlaun eru reiknuð á grundvelli heildarlauna og yfirvinnutíma sem félagsmenn skrá í reiknivélina, ef svo ber undir.

Atvinnugreinaflokkun VR byggir á ÍSAT flokkun sem aðlöguð er þörfum VR. Hér má sjá atvinnugreinaflokkun VR og hér má sjá samanburð á atvinnugreinaflokkun ÍSAT og VR, á excel formi.

Hvernig á að nota reiknivélina?

Hægt er að skoða laun eftir starfsheitum eingöngu eða laun eftir starfsheitum innan atvinnugreina.
Athugaðu að til að skipta á milli grunn- og heildarlauna þarf að smella á hnappinn Reikna eftir að búið er að velja. Umfjöllun um hugtök má sjá með því að smella á hlekkinn Skýringar.
Meðallaun
Miðgildi
25% Mörk
75% Mörk
Fjöldi skráðra
Sjá launadreifingu
202009