Desemberuppbót

Desemberuppbót skv. samningum VR er 94.000 kr. fyrir árið 2020.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Desemberuppbót 2020 hjá starfsmönnum í hlutastarfi og þeirra sem voru eða eru á hlutabótaleiðinni er reiknuð hlutfallslega miðað við greitt starfshlutfall að meðaltali frá fyrirtækinu árið 2020. Vinnumálastofnun kemur til með að greiða desemberuppbót til þeirra sem eru í staðfestri atvinnuleit 20. nóvember til 3. desember 2020. Allar upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbótina eigi síðar en 10. desember 2020.

Hér að neðan getur þú reiknað út desemberuppbótina þína.

Ef starfsmenn fá greitt tímakaup er hægt að reikna desemberuppbót út frá unnum tímum, þannig að full uppbót miðist við 1.743,75 stundir hjá afgreiðslufólki og 1.653,75 stundir hjá skrifstofufólki. Skv. kjarasamningi VR og FA er fullt ársstarf 1.597,5 stundir ef reiknað er með unnum tímum. Gera skal ráð fyrir veikindagreiðslum inn í þessum tímafjölda en ekki greiddu orlofi. Tímar sem unnir eru í yfirvinnu umfram 100% vinnuskyldu á mánuði telst ekki heldur með

Nánari upplýsingar