Fæðingarorlof

Árið 2000 voru samþykkt á Alþingi ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu markmiðin með lögunum eru að tryggja rétt barns til að njóta samvista við báða foreldra og að gera körlum og konum mögulegt að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku.

Nánari upplýsingar um réttindi í fæðingarorlofi, upplýsingarit og öll eyðublöð má fá hjá ASÍ og Fæðingarorlofssjóði.

Fæðingarorlof

Hér má sjá lögin um fæðingar- og foreldraorlof.

Alþingi Íslendinga samþykkti lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem fela í sér breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000.

Breytingin tók gildi 1. júlí 2009 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar. Réttindi foreldra barna sem fæðst hafa, verið ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir þann tíma haldast óbreytt - sjá nánar.

Tilkynning um þungun

Hér má sjá eyðublað fyrir tilkynningu til atvinnurekanda um þungun.