Launahækkanir eru allar í krónum talið og mun láglaunafólk hækka hlutfallslega meira í launum en þeir tekjuhærri. Hækkun launataxta á samningstímanum er alls 90 þúsund krónur en almenn hækkun er 68 þúsund krónur. Öll laun hækka jafnt fyrsta árið en á árunum 2020 til 2022 hækka launataxtar meira í krónum talið en laun sem eru umfram taxta.
Árleg launahækkun felur í sér eftirfarandi: fasta krónutöluhækkun, hækkun tengda hagvaxtarþróun og endurskoðun í ljósi þróunar launavísitölu á vinnumarkaði.
Samningsbundnar launahækkanir á krónutöluformi
Launahækkanir eru allar í krónum talið og mun láglaunafólk hækka hlutfallslega meira í launum en þeir tekjuhærri. Hækkun launataxta á samningstímanum er alls 90 þúsund krónur en almenn hækkun er 68 þúsund krónur. Öll laun hækka jafnt fyrsta árið en á árunum 2020 til 2022 hækka launataxtar meira í krónum talið en laun sem eru umfram taxta.
- 2019 = Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.
- 2020 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.
- 2021 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.
- 2022 = Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar.
Launataxtar skv. nýjum kjarasamningi VR og SA
Hér fyrir neðan eru birtir launataxtar skv. nýjum kjarasamningi, með fyrirvara um þeir verða samþykktir í atkvæðagreiðslu og innsláttarvillur.
Orlofsuppbætur
- 2019: 76 þúsund krónur
- 2020: 51 þúsund krónur
- 2021: 52 þúsund krónur
- 2022: 53 þúsund krónur
Orlofsuppbót fyrir árið 2019 er 50 þúsund krónur. Auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Hvort tveggja, orlofsuppbót og orlofsuppbótarauka skal greiða eigi síðar en 2. maí 2019.
Desemberuppbætur
2019: 92 þúsund krónur
2020: 94 þúsund krónur
2021: 96 þúsund krónur
2022: 98 þúsund krónur
Launataxtar skv. nýjum kjarasamningi VR og FA
Hér fyrir neðan eru birtir launataxtar skv. nýjum kjarasamningum, með fyrirvara um þeir verða samþykktir í atkvæðagreiðslu og innsláttarvillur.
Launahækkanir 2019-2022
Hagvaxtaraukinn tryggir að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni helst stöðugur
Hagvöxtur á mann | Hagvaxtaraukinn |
>1,0% | +3.000 kr. |
>1,5% | +5.500 kr. |
>2,0% | +8.000 kr. |
>2,5% | +10.500 kr. |
>3,0% | +13.000 kr. |
- Hagstofan birtir tölur um hagvöxt á mann í mars ár hvert.
- Launahækkanir munu því eiga sér stað í maí.
- Árleg samningsbundin launahækkun samanstendur af grunnlaunahækkun og launaauka.
Hagvaxtaraukinn fer að fullu á taxtalaun en 75% í almenna hækkun.
Launaþróunartrygging fyrir taxtalaun
Þriðji þáttur launahækkunar er launaþróunartrygging á taxtalaun sem greidd er út árlega og er markmiðið að tryggja að þeir félagsmenn sem taka laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði.
Launaþróunartryggingin er krónutöluhækkun sem bætist á kauptaxta 1. maí ár hvert.
Borin er saman launaþróun tiltekinna launataxta og launaþróun samkvæmt launavísitölu á milli desembermánaða ár hvert. Hækki launavísitalan meira en viðmiðunartaxtinn hækka allir kauptaxtar kjarasamninga um sömu krónutölu sem reiknast sem hlutfall umframhækkunarinnar af kauptaxta.
