Kaup fyrir eftirvinnu, næturvinnu, yfirvinnu og stórhátíðarvinnu samkvæmt kjarasamningi VR og SA

Eftir-/nætur- og yfirvinnukaup hjá afgreiðslufólki

Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu
upp að 167,94 klst. vinnu hvern mánuð. Vinna umfram 167,94 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Vinna á tímabilinu 00:00 - 07:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8824% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að 167,94 klst. vinnu hvern mánuð.

Eftir-/nætur- og yfirvinna hjá skrifstofufólki

Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu
upp að 159,27 klst. vinnu hvern mánuð. Vinna umfram 159,27 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Vinna á tímabilinu 00:00 - 07:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,9375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu upp að 159,27 klst. vinnu hvern mánuð.

Stórhátíðarkaup

Öll vinna sem unnin er á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir
dagvinnu. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí eru veitt skv. sérstökum samningum
vegna vinnu á umræddum dögum og haldast þar gildandi greiðslureglur óbreyttar.

Deilitölur vegna tímakaups

Kaffitímar teknir

Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 167,94 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir, en með tölunni 159,27 að því er skrifstofufólk varðar.

Engir kaffitímar teknir

Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 155,3 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1. að því er afgreiðslufólk í verslunum snertir, en með tölunni 153,86 að því er skrifstofufólk varðar.

Deilitölur vegna dagkaups og orlofs

Dagkaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun (laugardagar ekki meðtaldir).

Unnir tímar teknir út í fríi

Ein klukkustund í eftirvinnu reiknast sem 1,4 klst. í dagvinnu, ein unnin klukkustund í næturvinnu reiknast sem 1,5 klst. í dagvinnu og ein klukkustund í yfirvinnu reiknast sem 1,662 klst. í dagvinnu á skrifstofu og 1,765 í verslun.

Dæmi um útreikninga

Dagkaup
Til að finna út laun fyrir einn dag, er deilt í mánaðarlaun með 21,67 sem er meðaltal virkra daga í mánuði.

Föst mánaðarlaun / 21,67 = 1 dagur.

Kr. 317.530 / 21,67 = kr. 14.652,97 fyrir hvern dag

Vikukaup
Til að finna út laun fyrir eina viku, er deilt í mánaðarlaunin með 4,333 sem er meðaltal vinnuvikna í mánuði.

Föst mánaðarlaun / 4,333 = 1 vika.

Kr. 317.530 / 4,333 = kr. 73.281,79  fyrir vikulaun.

Eftirvinna
Afgreiðsla: Föst mánaðarlaun x 0,8235% = tímakaup í eftirvinnu.

Kr. 317.530 x 0,8235%= Kr. 2.614,86

Skrifstofa: Föst mánaðarlaun x 0.875 = tímakaup í eftirvinnu.

Kr. 317.530 x 0,875% = Kr. 2.778,39

Yfirvinna
Afgreiðsla/skrifstofa: Föst mánaðarlaun x 1,0385% = tímakaup í yfirvinnu.

Kr. 317.530 x 1,0385% = Kr. 3.297,55

Næturvinna
Afgreiðsla: Föst mánaðarlaun x 0,8824% = tímakaup í næturvinnu.

Kr. 317.530 x 0,8824% = Kr. 2.801,88

Skrifstofa: Föst mánaðarlaun x 0,9375% = tímakaup í næturvinnu.

Kr. 317.530 x 0,9375% = Kr. 2.976,84

Stórhátíðarkaup
Afgreiðsla/skrifstofa: Föst mánaðarlaun x 1,375% = tímakaup á stórhátíðardegi

Kr. 317.530 x 1,375% = 4.366,04