Fullgildir eldri félagar
Ellilífeyrisþegar sem voru félagsmenn VR áður en þeir hættu störfum geta fengið ýmsa fyrirgreiðslu hjá VR þó þeir séu ekki lengur á vinnumarkaði. VR býður félagsmönnum á aldrinum 63-72 ára, sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir að vinna á námskeið.
Helstu réttindi fullgildra eldri félaga eru sem hér segir:
Varasjóður
Fullgildir eldri félagar geta sótt um styrk svo fremi að þeir eigi inneign í VR varasjóði.
Sjúkrasjóður
Aðstandendur geta sótt um dánarbætur hafi félagsmaðurinn verið félagi síðustu 5 árin áður en hann fór á eftirlaun.
Orlofssjóður
Fullgildir eldri félagar geta sótt um orlofshús svo fremi þeir hafi verið félagsmenn síðustu 5 árin áður en þeir fóru á eftirlaun.
Starfsmenntasjóðir
Fullgildir eldri félagar geta sótt um styrk vegna starfstengdra námskeiða og náms í 12 mánuði og tómstundastyrk í 36 mánuði eftir að hætt er að greiða félagsgjöld.
Annað
Fullgildir eldri félagar fá sent VR blaðið.
Frekari upplýsingar
Réttindi fullgildra eldri félaga
Þeir sem hætta störfum 67 ára eða eldri, og hafa verið fullgildir í samfellt 5 ár áður en þeir láta af störfum, teljast fullgildir eldri félagar til æviloka. 5 samfelld ár teljast greidd þegar skilað hefur verið iðgjöldum fyrir a.m.k. 50 mánuði á 5 ára tímabili.
Fullgildir eldri félagar geta nýtt sér inneign í starfsmenntasjóði, samkvæmt gildandi reglum og þeir geta leigt orlofshús VR.
Dánarbætur greiðast vegna fullgildra eldri félaga samkvæmt reglum Sjúkrasjóðs VR.
Félagsmenn sem láta af störfum við 65 ára aldur, og hafa verið fullgildir í samfellt 5 ár áður en þeir láta af störfum, hafa heimild til þess að greiða félagsgjald til VR af ellilífeyrisgreiðslum til 67 ára aldurs svo þeir haldi fullum réttindum eftir það.
Allir 60 ára og eldri geta fengið útborgaða inneign sína í VR varasjóði og er það óháð því hvort þeir eru fullgildir eða ekki.
Samþykkt í stjórn VR 8. október 2008, breytingar samþykktar í stjórn 20. mars 2013.