Launarannsókn september 2020

Launarannsókn VR sýnir meðallaun í tilteknum störfum, bæði innan ákveðinna atvinnugreina og án tillits til atvinnugreina. Miðað er við laun fyrir september 2020 og eru birtar tölur bæði fyrir grunnlaun og heildarlaun.

Hver eru launin?

Launarannsókn VR sýnir miðgildi launa og meðallaun í tilteknum störfum, bæði innan ákveðinna atvinnugreina og án tillits til atvinnugreina. Miðað er við laun fyrir september 2020 og eru birtar tölur bæði fyrir grunnlaun og heildarlaun.

Launarannsókn VR er gerð á Mínum síðum á vefnum undir heitinu Mín laun. Þær tölur sem hér eru birtar byggja á launum 11 þúsund félagsmanna sem skráð hafa upplýsingar um starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum. Launatölur byggja eingöngu á greiddum launum félagsmanna í a.m.k. 100% starfshlutfalli. Þá er miðað við að hámarki fimmföld miðgildislaun í launatöflum og eru hærri laun ekki tekin með í útreikninga.

Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum, þ.e. þeim launum sem greidd eru félagsgjöld af. Atvinnuleysisbætur eru ekki teknar með, hvorki almennar atvinnuleysisbætur né hlutabætur og á það sama við um laun á móti hlutabótum. Þá eru greiðslur Fæðingarorlofssjóðs ekki teknar með né greiðslur Sjúkrasjóðs VR. Laun eru ekki birt nema svör tíu félagsmanna eða fleiri standa þar að baki. Launatölum þar sem svör eru fá ber að taka með varúð þar sem ekki er víst að þau séu lýsandi fyrir allan hópinn.

Mikilvægt er að hafa í huga áhrif kórónukreppunnar á vinnumarkað. Launatölur geta falið í sér starfslokauppgjör í meira mæli en áður eða álags- og bónusgreiðslur. Þá geta upplýsingar um breytt starfshlutfall verið óuppfærðar, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þessi atriði geta skekkt niðurstöðurnar og haft á hrif á samanburð milli ára.

Atvinnugreinaflokkun VR byggir á ÍSAT flokkun sem aðlöguð er þörfum VR. Hér má sjá atvinnugreinaflokkun VR.

Hvernig á að nota reiknivélina?

Launareiknivélin hér að neðan sýnir laun fyrir september. Hægt er að skoða laun eftir starfsheitum eingöngu eða laun eftir starfsheitum innan atvinnugreina. Athugaðu að til að skipta á milli grunn- og heildarlauna þarf að smella á hnappinn Reikna eftir að búið er að velja. Umfjöllun um hugtök má sjá með því að smella á hlekkinn Skýringar.

Neðst á síðunni má svo sjá launatöflur eftir starfsheitum eingöngu og innan atvinnugreina, á pdf formi.

Um launarannsókn VR

Reiknivél - Laun september 2020
Meðallaun
Miðgildi
25% Mörk
75% Mörk
Fjöldi skráðra
Sjá launadreifingu
202009

Meðallaun

Laun starfsstétta

 • Byggingastarfsemi Og Mannvirkjagerð, September 2020
 • Byggingavöruverslanir, September 2020
 • Fasteignaviðskipti, September 2020
 • Ferðaþjónusta Önnur En Hótel Og Veitingahús, September 2020
 • Fjarskipti Og Sala Fjarskiptabúnaðar, September 2020
 • Fjármálastarfsemi, Tryggingar Og Lífeyrissjóðir, September 2020
 • Fjölmiðlar, Prentiðnaður Og Útgáfa, September 2020
 • Flugsamgöngur, September 2020
 • Heildverslun Með Eldsneyti, Málma, Timbur O.Fl., September 2020
 • Heildverslun Með Lyf, Heimilisvöru Eða Fatnað, September 2020
 • Heildverslun Með Matvöru Og Eða Drykkjarvöru, September 2020
 • Heildverslun Með Ýmsar Vörur, September 2020
 • Hótel Og Veitingahús, September 2020
 • Lögfræðiþjónusta Og Reikningshald, September 2020
 • Matvæla Og Drykkjariðnaður, September 2020
 • Sala Og Viðgerðir Á Bílum, Versl. M. Ökutækjatengda Þjónustu, September 2020
 • Samgöngur Á Sjó Og Landi, Flutningaþjónusta, September 2020
 • Sérhæfð Þjónusta, September 2020
 • Starfsemi Samtaka Og Félaga, September 2020
 • Stórmarkaðir, Matvöruverslanir, Bakarí Og Söluturnar, September 2020
 • Tómstunda , Íþrótta , Fræðslu Og Menningarstarfsemi, September 2020
 • Upplýsingatækni, Hugbúnaðargerð Og Tölvusala Og Þjónusta, September 2020
 • Verslun Með Heimilisvarning, Fatnað Og Aðra Sérvöru, September 2020
 • Verslun Með Lyf, Hjúkrunar Og Snyrtivöru, September 2020
 • Ýmis Iðnaður Eða Framleiðsla, September 2020
 • Ýmis Opinber, Persónuleg Þjónusta Og Heilbrigðisstarfsemi, September 2020