Kannanir og rannsóknir VR

VR stendur reglulega fyrir könnunum meðal félagsmanna um það sem viðkemur stöðu þeirra á vinnumarkaði og viðhorf þeirra til starfsemi félagsins. Viðamesta könnun félagsins er árleg könnun á Fyrirtæki ársins sem gerð hefur verið nánast árlega í tvo áratugi. Félagið gerði til margra ára launakönnun meðal félagsmanna en gerir nú launarannsókn sem byggir á raungögnum úr félagakerfinu. Niðurstöður hennar eru birtar tvisvar sinnum á ári.

Fyrirtæki ársins

Niðurstöður í vali á Fyrirtæki ársins veita félagsmönnum upplýsingar um starfskjör og eru fyrirtækjum mælikvarði á frammistöðu þeirra sem vinnustaður.

Allir starfsmenn fyrirtækja geta verið með, óski stjórnendur eftir því.

Launarannsókn VR

VR gerir reglulega launarannsókn sem byggir á raungögnum úr félagakerfi og svörum félagsmanna um starfsheiti, vinnutíma og aðra þætti sem hafa áhrif á laun. Niðurstöðurnar veita félagsmönnum tækifæri til að bera laun sín saman við laun sem greidd eru í hliðstæðum störfum og starfsgreinum. Við hvetjum félagsmenn til að skrá upplýsingar um starf og vinnutíma á Mínum síðum